Fótbolti

Sjónvarpsviðtalið við Maradona sem enginn má missa af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona fagnar sigri. Hann gengur um með hækju þessa dagana.
Diego Maradona fagnar sigri. Hann gengur um með hækju þessa dagana. Vísir/Getty
Diego Maradona er nú staddur í Mexíkó þar sem hann tók við á dögunum sem þjálfari Dorados de Sinaloa í Ascenso MX deildinni í Mexíkó.

Dorados de Sinaloa spilar i b-deildinni í Mexíkó en hefur fengið mjög mikla athygli eftir að Maradona mætti á svæðið.

ESPN var mætt á síðasta leik liðsins og þá þurfti ekki minna en tvo menn til að taka viðtalið við Maradona og stórt var spurt.

Þegar Maradona fær stórar spurningar þá er stundum fátt um svör en þetta viðtal við kappann er engu öðru líkt eins og sjá má hér fyrir neðan.





Dorados de Sinaloa komst í úrslitaleikinn í deildinni eftir 2-1 samanlagðan sigur á Juárez. Juárez vann seinni leikinn 1-0 á heimavelli en það dugði ekki til.

Dorados vann einnig nauman 1-0 sigur samanlagt í átta liða úrslitunum en vörn liðsins hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum sínum í úrslitakeppninni.

Maradona og lærisveinar hans mæta Atlético San Luis í tveimur úrslitaleikjum sem fara fram á morgun á heimavelli Dorados og svo á föstudaginn á heimavelli Atlético San Luis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×