Fótbolti

Úrslitaleiknum milli River og Boca frestað: Ráðist á rútu Boca og leikmenn fluttir á sjúkrahús

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ótrúlegar myndir frá Argentínu.
Ótrúlegar myndir frá Argentínu. vísir/getty
Úrslitaleikurinn í Copa Libertadores verður ekki spilaður í kvöld eins og áætlað var en allt er vitlaust í kringum Antonio Liberti leikvanginn í River Plate.

Leikir þessara liða eru kallaðir hatrömmuðustu grannaslagir heims og fór um marga er ljóst var að liðin myndu mætast í úrslitaleikjum Copa Libertadores sem er Meistaradeildin í Suður-Ameríku.

Fyrri leikur liðanna fór 2-2 og átti síðari leikurinn að fara í kvöld en leikið er heima og heiman. Það verður hins vegar ekki því er leikmenn Boca voru að mæta á leikvanginn var ráðist á rútuna hjá þeim.

Táragasi var hent inn um glugga á rúðu Boca á leið á völlinn og nokkrir leikmenn meiddust. Pablo Perez, leikmaður Boca, var meðal annars fluttur á sjúkrahús vegna meiðsla sinna og stórstjarnan Carlos Tevez meiddist einnig.

Leiknum var fyrst frestað um tvo tíma en að endingu var svo ákveðið að leikurinn myndi eki fara fram; leikmenn gestaliðsins væru einfaldlega ekki í ástandi til þess að spila. Á tíma átti leikurinn að fara fram en eftir mikil mótlæti Tevez og félaga var ákveðið að fresta leiknum um sólahring.

Tevez sagði á tímapunkti í kvöld að það væri verið að neyða þá til að spila en að endingu hefur suður-ameríska knattspyrnusambandið ákveðið að fresta leiknum. Eðliega.

Það fara því 70 þúsund stuðningsmenn River Plate svekktir heim í kvöld því óljóst er hvort að einhverjum verði hleypt inn á völlinn á morgun.

Blaðamaðurinn Miguel Delaney var á staðnum og nánari lýsingu frá honum og myndir má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×