Enski boltinn

Sarri: Gæti ekki komist upp með það að vinna ekki bikar

Dagur Lárusson skrifar
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að hann gæti ekki komist upp með það að vinna ekki bikar hjá Chelsea í fjögur ár.

 

Sarri fékk þessa spurningu á blaðamannafundi fyrir stórleik helgarinnar þar sem hann mætir Tottenham undir stjórn Pochettino sem hefur einmitt verið við stjórnvölin hjá Tottenham í fjögur ár án þess að vinna bikar.

 

„Ég held ekki, en ég er þó ekki viss.“

 

„Það fer eftir stjórn félagsins, hvort sé mikilvægara að vinna bikar eða bæta leikmennina.“

 

„Ég vil vinna eitthvað, allra helst til þess að forðasta þessa spurningu. Stundum eru aðstæður til þess að vinna, stundum er þær ekki.“

 

„Það er þó augljóst að Pochettino er mikilvægur stjóri fyrir liðið, með eða án bikars.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×