Enski boltinn

Ranieri: Ekki hræddur við að æsa mig

Dagur Lárusson skrifar
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. vísir/getty
Claudio Ranieri, nýráðinn stjóri Fulham, segir að hann hræðist það ekki að æsa sig við leikmenn liðsins ef spilamennska þeirra batnar ekki.

 

Þessi fyrrum stjóri Leicester stjórnar sínum fyrsta leik með Fulham gegn Southampton á morgun en Fulham situr eins og er á botni deildarinnar eftir hræðilegt gengi.

 

Þetta er fyrsta starf Ranieri í enska boltanum eftir Leicester ævintýrið en hann segir að hann muni ekki eiga í vandamálum með það að æsa sig ef spilamennska liðsins batnar ekki.

 

„Ég er öðruvísi í búningsherberginu, en það fer algjörlega eftir því hvernig leikurinn spilast. Stundum æsi ég mig það mikið að ég hendi borðum til og frá.“

 

„Stundum er ég almennilegur, en stundum er ég mjög harður við leikmennina. Leikmenn mínir þekkja mig alltaf, þeir þekkja mig alltaf mjög vel.“

 

Ranieri viðurkennir þó að æsingurinn muni ekki koma a.m.k. strax, heldur muni hann byrja á því að taka utan um þá.

 

„Ég mun ekki byrja á því með þessum leikmönnum. Á þessum tímapunkti þá snýst allt um sjálfstraust, þeir verða að fá meira sjálfstraust, verða að finna fyrir góðum tilfinningum gagnhvart stuðningsmönnunum og þess vegna verða þeira að hjálpa til.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×