Liverpool vaknaði í seinni hálfleiknum

Dagur Lárusson skrifar
Firmino fagnar þriðja marki Liveprool
Firmino fagnar þriðja marki Liveprool vísir/getty
Eftir heldur hægan fyrri hálfleik vaknaði sóknarleikur Liverpool til lífsins í seinni hálfleiknum og skoruðu þeir Salah, Alexander-Arnold og Firmino sitthvort markið í 0-3 sigri.

 

Besta færi fyrri hálfleikins átt eflaust Egyptinn Mohamed Salah en þá tók Shaqiri hornspyrnu sem endaði beint á kollinum á Salah sem var óvaldaður í teignu en Ben Forster í markinu náði að verja á ögurstundu.

 

Í seinni hálfleiknum kom meira líf í sóknarleik Liverpool og varð í raun aðeins tímaspursmál hvenær þeir næðu forystunni. Það gerðist síðan á 67. mínútu þegar Salah skoraði eftir undirbúning Robertson.

 

Nokkrum mínútum seinna var brotið á Firmino rétt fyrir utan teig og var dæmd aukaspyrna sem að Alexander-Arnold tók og skoraði glæsilega úr framhjá Forster og staðan orðin 2-0.

 

Það var síðan Roberto Firmino sem batt endahnútinn á sigur Liverpool á 90. mínútu sem situr nú í öðru sæti deildarinnar með 33 stig, tveimur á eftir City.

 

Það var þó eitt atvik í leiknum sem mun eflaust skyggja á gleði Liverpool stuðningsmanna en Jordan Henderson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og verður því í banni næstu helgi gegn Everton.

 

Úrslit dagsins:

Brighton 1-1 Leicester

Everton 1-0 Cardiff 

Fulham 3-2 Southampton

Manchester United 0-0 Crystal Palace

Watford 0-3 Liverpool

West Ham 0-4 Manchester City

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira