Markalaust á Old Trafford

Dagur Lárusson skrifar
Lukaku, leikmaður Man. Utd.
Lukaku, leikmaður Man. Utd. vísir/getty
Manchester United og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í dag þar sem lítið var um opin marktækifæri.

 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tókst að skora. Heimamenn voru þó líklegri og áttu tvo skot á markið á móti engu frá gestunum.

 

Í seinni hálfleiknum virtist lítið ætla að breytast frá fyrri hálfleiknum hvað varðar opin færi og var það ekki fyrr en Mourinho gerði tvöfalda breytingu á 60. mínútu þar sem eitthvað líf fór að færast í sóknarleik United en þá komu inná Rashford og Fellaini.

 

Liðsmenn Palace börðust þó með kjafti og klóm og áttu einnig sín færi en náðu þó ekki að skora.

 

United komst mjög nálægt því að skora á 84. mínútu leiksins þegar Lukaku skallaði boltann í átt að marki Palace og var boltinn á leiðinni í netið áður en Hennesey í mark Palace varði á síðustu stundu.

 

Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið þrátt fyrir mikla aðsókn United á síðusut mínútunum og því lokastaðan 0-0 jafntefli. Eftir leikinn er United í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig á meðan Palace er í fimmtánda sæti með níu stig.



Viðtal við Mourinho


Viðtal við Hodgson


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira