Enski boltinn

Alexis Sanchez mætir Arsenal | Upphitun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tveir leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Í fyrri leik dagsins fær West Ham heimsókn frá Englandsmeisturum Manchester City.

Liðsmenn David Moyes eru alls ekki búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en West Ham er aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. 

Man City virðist alls ekki ætla að slaka á þrátt fyrir að vera búið að tryggja sér efsta sæti deildarinnar því liðið vann 5-0 sigur á Swansea í síðustu umferð.

Síðari leikur dagsins er stórleikur Manchester United og Arsenal. Þessi félög eru sigursælustu félög enskrar knattspyrnu í seinni tíð en þau hafa ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni á allra síðustu árum.

Oft hefur verið meiri eftirvænting fyrir viðureignum þessara liða heldur en nú þar sem bæði lið sigla lygnan sjó. Man Utd stendur ansi vel að vígi í baráttunni um 2.sætið og Arsenal mun líklega enda í 6.sæti deildarinnar.

Leikir dagsins:

13:15 West Ham - Manchester City (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)

15:30 Manchester United - Arsenal (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×