Innlent

Auki ekki öryggi eins hóps á kostnað annarra

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjaryfirvöld Garðabæjar samþykktu að loka þessari tengingu við gamla Álftanesveg.
Bæjaryfirvöld Garðabæjar samþykktu að loka þessari tengingu við gamla Álftanesveg. vísir/eyþór
Guðrún Elín Herbertsdóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ, vill að fallið verði frá áætlaðri lokun á gamla Álftanesvegi. Í staðinn verði komið á hraðatakmörkunum í gegnum Prýðahverfið.

Í tillögu Guðrúnar sem lögð var fyrir bæjarráð er minnt á mótmæli íbúa við Naustahlein og Boðahlein. „Þessi lokun er sögð bæta umferðaröryggið hjá íbúum Prýðahverfis. Sú aðgerð myndi í staðinn minnka umferðaröryggið hjá öðrum íbúum Garðabæjar, til að mynda íbúum Hleina og Álftaness.“

Sagt er að sú umferð sem annars fari í gegnum Prýðahverfi fari í staðinn að vegtengingu við Garðaholtið inn á nýja Álftanesveginn. Sú vegtenging sé nú þegar talin mjög hættuleg. „Þar þurfa bílar að þvera Álftanesveginn þar sem hraðinn er mikill og þar myndast líka oft lúmsk hálka. Björt framtíð hvetur meirihlutann til að auka ekki bara umferðaröryggi hjá einum hóp Garðbæinga, á kostnað annarra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×