Lífið

Ákærður fyrir að reyna kúga fé af Kevin Hart með myndbandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Bandaríski grínistinn Kevin Hart.
Bandaríski grínistinn Kevin Hart. Vísir/Getty
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að reyna kúga fé af grínistanum Kevin Hart með myndbandi sem tekið var upp á laun.

Héraðssaksóknari í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur manninum sem er hinn fjörutíu og eins árs gamli Jonathan Todd Jackson.

Samkvæmt ákærunni sendi Jackson grínistanum bréf í ágúst í fyrra þar sem hann sagðist eiga myndband af honum með konu í Las Vegas. Hótaði hann því að selja myndbandið til slúðurmiðla í Bandaríkjunum ef Kevin Hart myndi ekki borga honum. Ekki er vitað hve mikið maður fór fram á.

Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisvist.

Kevin Hart sendi frá sér afsökunarbeiðni til barnshafandi eiginkonu sinnar og tveggja barna í september í fyrra eftir að myndskeiðum af honum og annarri konu var lekið á netið. 


Tengdar fréttir

Sendi afsökunarbeiðni til óléttrar eiginkonu sinnar og barna vegna framhjáhalds

Bandaríski leikarinn Kevin Hart sendi í gær frá sér afsökunarbeiðni til óléttrar eiginkonu sinnar og tveggja barna í kjölfar þess að fregnir bárust af meintu framhjáhaldi hans. Í myndskeiði sem Hart birti á Instagram síðu sinni segist hann hafa sýnt af sér slæma dómgreind og biðst innilegrar afsökunar á gjörðum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×