Fótbolti

Lið Boca Juniors farið í verkfall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Lamardo, leikmaður Boca Juniors, slasaðist á auga í árásinni á liðsrútu Boca Juniors.
Gonzalo Lamardo, leikmaður Boca Juniors, slasaðist á auga í árásinni á liðsrútu Boca Juniors. Vísir/Getty
Boca Juniors er komið í hart í baráttunni sinni fyrir því að nágrannar þeirra og erkifjendur í River Plate verði dæmdir úr leik í Copa Libertadores bikarnum.

Stuðningsmenn River Plate réðust á liðsrútu Boca Juniors á leið hennar í seinnia úrslitaleik liðanna Copa Libertadores bikarnum eins og frægt er orðið. Í framhaldinu var leiknum frestað, fyrst um sólarhring og svo um óákveðinn tíma.

Knattspyrnusamband Suður-Amneríku, CONMEBOL, fundaði með forsetum Boca Juniors og River Plate í gær en þar gátu menn ekki komið sér saman um nýjan leiktíma. Það eina sem kom frá þessum fundi er að úrslitaleikurinn verði ekki spilaður í Argentínu og að hann fari fram 8. eða 9. desember næstkomandi.





Daniel Angelici, forseti Boca Juniors, stendur harður á sinni skoðun. Hann vill fá Copa Libertadores bikarinn á silfurfati og segir að sitt lið muni aldrei spila þennan seinni leik.





Boca Juniors tók saman 46 síðna greinagerð með sönnunargögnum og rökum fyrir því af hverju brot River Plate (stuðningsmanna) væri svo alvarlegt að félagið hefði fyrirgert rétti sínum að vera áfram í keppninni.

Angelici hefur nú gengið svo langt að segja að lið hans sé nú komið í verkfall frá öllum leikjum í öllum keppnum þar til að þeir fái Copa Libertadores bikarinn í hendurnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×