Erlent

Þrír myrtir á hjúkrunarheimili

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skotárásirnar eru taldar tengjast.
Skotárásirnar eru taldar tengjast. Vísir/Getty
Fimm eru látnir, þar með talið árásarmaðurinn, eftir tvær skotárásir í Texas í gærkvöldi. Árásirnar áttu sér stað á hjúkrunarheimili og á heimili eins hinna látnu og eru þær taldar tengjast með beinum hætti að sögn þarlendra lögregluyfirvalda.

Lögreglan í Robstown, skammt frá borginni Corpus Christi, fékk tilkynningu um skothvelli um klukkan 19 að staðartíma á föstudagskvöld. Skothvellirnir bárust frá hjúkrunarheimili í bænum og þegar lögreglumenn bar að garði fundu þeir lík þriggja einstaklinga; tveggja karlmanna og einnar konur.

Tvö lík fundust til viðbótar á heimili einstaklings sem myrtur var á hjúkraheimilinu. Talið er að annað þeirra hafi tilheyrt árásarmanninum, en ekki liggur fyrir hvort hann hafi svipt sig lífi eða fallið í skotbardaga.

Hin látnu hafa ekki verið nafngreind í fjölmiðlum vestanhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×