Fótbolti

Deshamps: Pavard er orðin stjarna

Dagur Lárusson skrifar
Benjamin Pavard.
Benjamin Pavard. vísir/getty
Didier Deshamps, þjálfari heimsmeistara Frakka, hefur farið fögrum orðum um Benjamin Pavard sem átti frábært mót í bakvarðarstöðunni.

 

Í vikunni var mark Pavard gegn Argentínu kosið mark mótsins en það var einkar glæsilegt. Deshamps lýsir Pavard sem nýrri stjörnu hjá Frökkum.

 

„Þrátt fyrir litla reynslu á svona mótum þá stóð hann sig virkilega vel og kom með jafnvægi í vörnina hjá okkur.“

 

„Þessir tveir, Lucas og Pavard, skiptu okkur miklu máli á þessu móti. Benjamin er orðin stjarna og hann á það virkilega skilið.“

 

„Hann er ekki mikið fyrir sviðsljósið. Hann er hlédrægur og indæll náungi sem er mjög vel liðinn hjá sínum liðsfélögum.“

 

„Hann er einnig með mikið sjálfstraust. Hann sagði einu sinni við mig að hann væri ekki hræddur við neinn, og ég trúi því, þannig er hann bara.“

 

Benjamin Pavard er 22 ára á árinu og hefur verið orðaður við ýmiss stórlið eftir mótið en hann er eins og er að mála hjá þýska liðinu Stuttgart.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×