Fótbolti

Guðlaugur Victor og félagar unnu Íslendingaslaginn

Dagur Lárusson skrifar
Guðlaugur Victor.
Guðlaugur Victor. vísir/getty
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Zurich höfðu betur í Íslendigaslagnum í svissnesku deildinni í dag.

 

Þetta var annar leikur liðanna í deildinni en Zurich vann sinn fyrsta leik á meðan Rúnar Már og félagar í Grasshopper töpuðu.

 

Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en mörkin komu hinsvegar í seinni hálfleiknum.

 

Það var Adrian Winter sem kom Zurich yfir á 47. mínútu áður en Stephen Odey tvöfaldaði forystuna á 62. mínútu og kom sínum mönnum í 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

 

Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Zurich á meðan Rúnar Már spilaði einnig allan leikinn hjá Grasshopper.

 

Zurich er á toppi deildarinnar eftir leikinn á meðan Grasshopper situr á botninum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×