Enski boltinn

Van Dijk: Við ætlum að berjast um titla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar.
Virgil Van Dijk er dýrasti varnarmaður sögunnar. vísir/getty
Virgil Van Dijk segir leikmenn Liverpool staðráðna í því að vinna titla á komandi tímabili. Liðið hefur ekki fagnað titli síðan 2012.

Jurgen Klopp var hársbreidd frá því að stýra Liverpool til fyrsta titilsins í sex ár í vor þegar liðið komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar töpuðu þeir hins vegar fyrir Real Madrid.

Van Dijk, sem varð dýrasti varnarmaður sögunnar þegar hann var keyptur til Liverpool í janúar, segir leikmennina vilja berjast um titla á öllum vígstöðvum, bæði í deildinni heima fyrir og í Evrópu.

„Með leikmannahópinn okkar þá getum við barist um titla í öllum keppnum,“ sagði Hollendingurinn.

„Vonandi getum við gert eitthvað sérstakt í ár. Ég vil ekki horfa of langt fram á veginn en allir leikmennirnir vilja vinna eitthvað.“

Liverpool hefur nú þegar fengið til sín þá Naby Keita, Fabinho, Xherdan Shaqiri og Alisson í sumar.

Manchester United mætir Liverpool í æfingaleik í Bandaríkjunum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 20:55.


Tengdar fréttir

Mourinho: Liverpool verður að vinna deildina

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, telur erkifjendurna í Liverpool verða að vinna til verðlauna á komandi leiktíð í kjölfar þess að hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×