Erlent

Hvítabjörn réðst á leiðsögumann

Bergþór Másson skrifar
Hvítabjörninn sem réðst á manninn hefur verið skotinn til bana. Ljósmyndin tengist frétt ekki beint.
Hvítabjörninn sem réðst á manninn hefur verið skotinn til bana. Ljósmyndin tengist frétt ekki beint. Vísir/Getty
Norsk yfirvöld greina frá því í dag að hvítabjörn hafi ráðist á leiðsögumann á Svalbarða á níunda tímanum í morgun. Árásin átti sér stað þegar leiðsögumaðurinn var að leiða farþega skemmtiferðaskips frá borði.

Maðurinn var fluttur með sjúkraþyrlu frá nyrstu eyju Svalbarða til bæjarins Longyearbyen eftir árásina.

Maðurinn er ekki í lífshættu en hvítabjörninn hefur verið skotinn til bana.

Ekki hefur verið gefið upp hver maðurinn er eða hvernig árásin átti sér stað.

Fréttastofan AP hefur eftir ríkisútvarpi Noregs að maðurinn starfi við ferðaþjónustu á Svalbarða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×