Innlent

ÖBÍ krefst þess að Alþingi breyti fjárlagafrumvarpinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Öryrkjabandalag Íslands, ályktaði á aðalfundi dagana 5. og 6. október að bandalagið krefjist þess að Alþingi breyti fjárlagafrumvarpi ársins 2019 og forgangsraði í þágu þeirra sem verst standa í samfélaginu.
Öryrkjabandalag Íslands, ályktaði á aðalfundi dagana 5. og 6. október að bandalagið krefjist þess að Alþingi breyti fjárlagafrumvarpi ársins 2019 og forgangsraði í þágu þeirra sem verst standa í samfélaginu. ÖBÍ/ Einar Ólason
Öryrkjabandalag Íslands, ályktaði á aðalfundi dagana 5. og 6. október að bandalagið krefjist þess að Alþingi breyti fjárlagafrumvarpi ársins 2019 og forgangsraði í þágu þeirra sem verst standa í samfélaginu.

Í ályktun sem send var á fjölmiðla kemur fram að stjórnvöld hafi sýnt á spilin. „Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019. Þar er gert ráð fyrir að greiðslur TR til örorkulífeyrisþega hækki um 3,4%. Á sama tíma er verðbólguspá 2,9%. Því er raunhækkun ekki nema 0,5% ef spár standast.“

Öryrkjabandalagið segir stjórnvöld hafa, enn og aftur, brugðist þeim sem síst skyldi með því að afhenda fötluðu og langveiku fólki raunhækkun upp á 1.200 kr. á mánuði fyrir skatt.

Í ályktuninni segir að þrátt fyrir lengsta hagvaxtarskeið sögunnar hafi örorkulífeyrisþegar ekki fengið leiðréttingu á sínum kjörum eins og aðrir hópar. Stórum hópi örorkulífeyrisþega sé haldið í fátæktargildru með lága framfærslu og „krónu á móti krónu“ skerðingu.

„Almenningur tók á sig kjaraskerðingu í kjölfar hruns 2008. Síðan þá hafa aðrir hópar samfélagsins fengið leiðréttingu á kjörum en ekki fatlað og langveikt fólk. Á tímabilinu 2010-2016 hækkaði þingfararkaup um tæp 600.000 kr. á mánuði á meðan örorkulífeyrir TR hækkaði einungis um 60.000 kr.“

Öryrkjabandalagið segir kjarabætur ríkisstjórnarinnar til handa öryrkjum sé eins og blaut tuska í andlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×