Innlent

Fjögur kíló af amfetamíni með hraðsendingu frá Hollandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konan var starfsmaður hjá FedEx í Hafnarfirði þangað sem efnin voru send.
Konan var starfsmaður hjá FedEx í Hafnarfirði þangað sem efnin voru send. Já.is
Héraðssaksóknari hefur ákært karl og konu á þrítugsaldri fyrir aðild að innflutningi á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni ætluðu til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness síðar í mánuðinum.

Karlmaðurinn, sem er 25 ár, er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningnum. Hann er sakaður um að hafa falið kílóin fjögur af amfetamíni í tveimur fæðurbótardunkum sem komu til landsins með hraðsendingu frá Hollandi mánudaginn 28. nóvember fyrir tæpum tveimur árum.

Konan, sem er 23 ára, er ákærð fyrir að hafa aðstoðað við afhendingu fíkniefnanna. Hún tók að sér, að beiðni karlsins, að taka við pakkanum á vinnustað sínum, FedEx í Hafnarfirði og afhenda honum pakkann. Fór svo að hún kom pakkanum á samstarfskonu sína sem ók honum til skráðs móttakanda. Sá var síðar handtekinn af lögreglu með efnin í vörslum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×