Fótbolti

Witsel til Dortmund frá Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Witsel í hjólatúr á æfingu í dag.
Witsel í hjólatúr á æfingu í dag. vísir/getty
Borussia Dortmund hefur fengið belgíska miðjumannin Axel Witsel frá kínverska félaginu Tianjin Quanjian. Eftir gott HM er Belginn kominn aftur til Evrópu.

Witsel sem er 29 ára gamall miðjumaður skrifaði undir fjögurra ára samning við Dortmund en hann spilaði vel á HM í sumar.

Hann var byrjunarliðsmaður í liði Belgíu sem fór alla leið í undanúrslit en þar tapaði liðið fyrir heimsmeisturum Frakka. Þeir unnu svo England í leiknum um þriðja sætið.

„Við erum mjög ánægðir að hann valdi Dortmund. Axel er leikmaður sem er með mikla reynslu sem hentar sér vel á miðju okkur; skilningur á leiknum, tæklingar, hraði og sköpunargáfa,” sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska félaginu.

Axel Witsel hóf sinn feril hjá Standard Liege í heimalandinu áður en fór til Benfica. Þaðan lá leiðin til Zenit áður en hann hélt svo til Kína í janúar á síðasta ári.

„Ég er mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Dortmund. Eftir að ég ræddi við þá fyrst þá var ég aldrei í vafa, því fyrir mér er Dortmund eitt af bestu liðum í heiminum,” sagði Witsel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×