Fótbolti

Hannes: Ánægður með fyrsta mánuðinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes í stuði í leik með íslenska landsliðinu.
Hannes í stuði í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag spila mikilvægan leik gegn Bate Borisov í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Hannes gekk í raðir Qarabag í sumar eftir góða frammistöðu á HM en á Instagram-síðu sinni segist Hannes vera ánægður með fyrsta mánuðinn í Aserbaídsjan.

Á morgun mætir liðið, eins og fyrr segir, Bate í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn er liður í þriðju umferðinni. Hannes hefur enn ekki spilað leik en líkur eru á að hann verði í markinu á morgun.

Komast þarf í gegnum þrjár umferðir og umspil til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar svo Qarabag þarf að komast í gegnum tvær umferðir í viðbót.

Detti þeir út gegn Bate fara þeir þó í umspil um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en ljóst er að það eru mikið meiri fjármunir og stærri leikir í Meistaradeildinni.

Færslu Hannesar á Instagram má sjá hér neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×