Enski boltinn

Messan: Wenger verður minnst sem eins besta stjóra Evrópu

Sir Alex og Jose Mourinho gáfu Wenger virðingarvott um vel unnin störf
Sir Alex og Jose Mourinho gáfu Wenger virðingarvott um vel unnin störf vísir/getty
Arsene Wenger mætti í síðasa skipti á Old Trafford sem knattspyrnustjóri Arsenal í gær og fékk hann höfðinglegar móttökur frá Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United.

Strákarnir í Messunni ræddu Wenger og hans arfleið hjá Arsenal í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í gær.

„Við þurfum að bíða og sjá aðeins með framhaldið hjá Arsenal, en það er nú oft þannig að einginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn sérfræðinga þáttarins og þjálfari FH í Pepsi deild karla.

„Ef þú kíkir á allan feril hans hjá Arsenal þá er hann búinn að ná stórkostlegum árangri með þetta félag,“ bætti hann við.

Hjörvar Hafliðason tók undir það og ræddu þeir hæfileika Wenger á leikmannamarkaðinum forðum daga.

„Það sem hann gerði, hann fór inn á markaði sem að aðrir stjórar í Englandi þekktu ekki, á meginlandið,“ sagði Hjörvar.

„Wenger sem stjóri, hans verður minnst sem eins allra besta stjóra í Evrópu,“ sagði Ólafur að lokum.

Umfjöllun Messunnar má sjá í sjónvarpsglugganum með fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×