Fótbolti

Tveggja marka tap í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Akureyringar fagna sætinu í 32-liða úrslitunum.
Akureyringar fagna sætinu í 32-liða úrslitunum. mynd/þórka
Þór/KA tapaði síðari leiknum gegn Wolfsburg, 2-0, í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en samanlagt tapaði Þór/KA leikjunum tveimur, 3-0.

Lið Þór/KA var ansi vænbrotið en landsliðsmennirnir þrír frá Mexíkó sem hafa leikið með liðinu undanfarin ár voru ekki með vegna landsliðsverkefna. Stór skörð þar.

Pernille Harder, besti leikmaður heims á síðasta ári að mati UEFA, skoraði eina mark fyrri leiksins en hún var aftur á skotskónum í dag.

Hún kom Wolfsburg yfir á 28. mínútu en Þór/KA varðist vel gegn þýsku meisturunum. Wolfsburg 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfeik.

Það var svo á 66. mínútu sem Wolfsburg tvöfaldaði forystuna. Þar var að marki Ella Mcleod og síðasti naglinn í kistu Þór/KA. Lokatölur 2-0.

Sara Björk Gunnarsdóttir lék 80 mínútur í liði Wolfsburgar en hún var tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok en Wolfsburg komið í 16-liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×