Erlent

Rússar ætla að bregðast af krafti við refsiaðgerðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Bandaríkin kynntu í dag nýjar refsiaðgerðir sem beinast gegn 24 auðjöfrum og embættismönnum í rússlandi og tólf fyrirtækjum í eigu auðjöfra og tveimur fyrirtækjum í eigu ríkisins.
Bandaríkin kynntu í dag nýjar refsiaðgerðir sem beinast gegn 24 auðjöfrum og embættismönnum í rússlandi og tólf fyrirtækjum í eigu auðjöfra og tveimur fyrirtækjum í eigu ríkisins. Vísir/AFP
Yfirvöld Rússlands segjast ætla að bregðast af krafti við nýjum refsiaðgerðum Bandaríkjanna sem kynntar voru í dag. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að Bandaríkin þurfi að láta af þeirri blekkingu að Rússar muni sætta sig við aðgerðir af þessu tagi. Þrýstingur myndi ekki fá Rússa til að breyta hátterni sínu og að refsiaðgerðir þjónuðu einungis þeim tilgangi að sameina Rússnesku þjóðina.

„Auðvitað munum við ekki sætta okkur við þessar and-Rússa aðgerðir án þess að svara kröftuglega fyrir okkur.“

Bandaríkin kynntu í dag nýjar refsiaðgerðir sem beinast gegn 24 auðjöfrum og embættismönnum í rússlandi og tólf fyrirtækjum í eigu auðjöfra og tveimur fyrirtækjum í eigu ríkisins. Haft var eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar væru vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Þar á meðal vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.

Sjá einnig: Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum



„Án þess að bíða eftir áhrifum síðustu refsiaðgerða hafa stjórnmálamenn í Washington tekið þá fáránlegu ákvörðun að ráðast gegn fyrirtækjum sem hafa lengi átt í viðskiptatengslum við Bandaríkin, sem þúsundir starfa treysta á,“ segir í yfirlýsingunni samkvæmt frétt Reuters.



Sérfræðingar sem blaðamenn Business Insider ræddu við segja líklegt að aðgerðir þessar muni reita Vladmir Putin, forseta Rússlands, til reiði. Þær beinist að ríkustu mönnum Rússlands sem margir hverjir tengist Putin með nánum hætti. Ólíklegt er að bankar víða um heim muni eiga í viðskiptum við þessa aðila á meðan þeir eru á lista Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×