Enski boltinn

United og Arsenal í vandræðum því Sanchez missti af lyfjaprófi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. Vísir/Getty
Alexis Sanchez er í vandræðum hjá UEFA eftir að hafa misst af lyfjaprófi því hann var í læknisskoðun hjá Manchester United.

Fulltrúar UEFA voru mættir til Lundúna á mánudaginn til þess að taka nokkra leikmenn Arsenal í lyfjapróf. Þá var Sílemaðurinn hins vegar farinn til Manhcester þar sem hann gekkst undir læknisskoðun hjá United.

Forráðamenn Arsenal höfðu ekki hugsað til þess að láta UEFA vita af því að Sanchez yrði ekki á svæðinu til þess að fara í lyfjapróf og nú þurfa fulltrúar beggja liða, United og Arsenal, að mæta fyrir UEFA og útskýra hvers vegna afhverju Sanchez var ekki í Lundúnum.

Sanchez fór yfir til United í skiptum fyrir Henrikh Mknitaryan, en félagsskiptin voru kláruð seinni partinn á mánudaginn. Sanchez mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag annað kvöld gegn Yeovil í enska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×