Fótbolti

Cocu vill hjálpa Alberti að komast á HM: „Hann á eftir að sýna hvers virði hann er“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Albert Guðmundsson lagði upp mark um helgina.
Albert Guðmundsson lagði upp mark um helgina.
Albert Guðmundsson nýtti mínúturnar sjö sem hann fékk með aðalliði PSV Eindhoven um síðustu helgi mjög vel en hann kom inn á af bekknum og lagði upp sigurmark á móti Heracles.

Albert var eðlilega með sjálfstraustið í lagi eftir að leggja upp fjögur mörk einum landsleik á móti Indónesíu og skora þrennu sem varamaður í öðrum.

Framherjinn ungi hefur ekki fengið mörg tækifæri með aðalliði PSV en vonast til að þau verði fleiri. Hann er allvega búinn að segja skilið við B-liðið, Jong PSV, í bili eins og fjallað var um fyrr í vikunni.

Pascal Jansen, yfirmaður unglingaakademíu PSV Eindhoven, missti ekkert hökuna í gólfið að sjá Albert gera vel um helgina því hann hefur óbilandi trú á íslenska landsliðsmanninum.

„Albert var að fínstilla strengina rétt fyrir vetrarfríið þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Jansen í viðtali við PSV TV. „Ég er búinn að vinna með Alberti í nokkur ár. Hann er mjög hæfileikaríkur og á eftir að sýna hvers hann er virði fyrir PSV.“

Albert fór ekki í æfingaferð með PSV til Orlando í janúar heldur valdi hann að fara með íslenska landsliðinu til Indónesíu. Það var gert með samþykki Phillips Cocu, þjálfara liðsins.

„Nicolai Laursen fór líka með danska liðinu þannig að þetta er ekkert nýtt. Það verður að leyfa mönnum að spila með landsliðunum ef þeir fá tækifæri þar. Albert gerði vel og skoraði þrennu,“ segir Jansen.

„Cocu fór yfir þetta allt saman og þetta snýst líka um hvaða leikmenn eru líklegir til að fá tækifæri á HM í sumar. Cocu finnst HM vera stærsta sviðið og vill að menn nýti þau tækifæri sem í boði eru til að komast þangað,“ segir Pascal Jansen.


Tengdar fréttir

Sjáðu markið sem Albert lagði upp

Albert Guðmundsson lagði upp sigurmark PSV í uppbótartíma gegn Heracles á útvielli í hollensku úrvalsdeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×