Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu Arsenal á Wembley í gærkvöldi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
x
x vísir/getty
Arsenal mætir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins en það varð ljóst eftir 2-1 sigur lærisveina Arsene Wenger gegn Chelsea í gærkvöldi.

Fyrri undanúrslitaleik Arsenal og Chelsea lauk með markalausu jafntefli en í gær var það Eden Hazard sem kom Chelsea yfir strax á sjöundu mínútu.

Fimm mínútum síðar jafnaði Arsenal metin en þá varð þýski varnarmaðurinn í liði Chelsea, Antonio Rüdiger, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, tryggði svo heimamönnum sigurinn með marki af stuttu færi á 60. mínútu, 2-1, og leikur Arsenal til úrslita í deildabikarnum þetta árið.

Deildabikarinn er keppni sem Arsenal hefur ekki gengið vel í en þetta stórlið hefur aðeins unnið keppnina tvisvar, síðast árið 1993.

Skytturnar hafa aftur á móti farið sjö sinnum í úrslitaleikinn, síðast árið 2011 þegar að liðið tapaði fyrir Birmingham sem síðar féll niður um deild sama tímabil.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×