Fótbolti

Maradona móðgaði Donald Trump og má ekki koma til Bandaríkjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Vísir/Getty
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var á leið til Bandaríkjanna en ekkert verður af þeirri ferð. Ástæðan er að hann má ekki koma inn í landið.

Maradona ætlaði að mæta fyrir rétt í Miami vegna máls hans og fyrrum eiginkonu hans en nú verður lögmaður hans að mæta fyrir hans hönd.

Maradona heldur því fram að hann fá ekki að koma til Bandaríkjanna vegna þess að hann móðgaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í sjónvarpsviðtali. Mardona hefur oft talað illa um forsetann.

Maradona hefur áður verið sendur úr landi í Bandaríkjunum en það var þegar hann féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramótinu 1994.

Matias Morla, umboðsmaður Maradona, sagði frá stöðu mála hjá skjólstæðingi sínum í þættinum „Buenos días América“



 

Morla var að undirbúa það að fá vegabréfsáritun fyrir Diego til Bandaríkjanna þegar hinn 57 ára gamli kappi fór í viðtal við TeleSur sjónvarpsstöðina í Venesúela.

„Þið getið rétt ímyndað ykkur. Ég var í sendiráðinu og sagði við Diego: Gerðu það fyrir mig að tala ekki um Bandaríkin,“ sagði Matias Morla.

„Viðtalið var við TeleSur og maður veit hvernig þessi viðtöl þróast. Spurning númer tvö var: Hvað finnst þér um Donald Trump? Hann sagði: Donaldo Trump er chirolita (leikbrúða eða vitleysingur),“ sagði Morla en Maradona notaði þarna niðrandi slanguryrði um forseta Bandaríkjanna.

„Eftir að ég heyrði þetta þá sagði ég við hann að ég yrði að fara fyrir hans hönd til Miami,“ sagði Morla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×