Fótbolti

Dómari sem sparkaði í leikmann settur í hálfs árs bann | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chapron er hér að henda Carlos af velli eftir að hafa sparkað í hann. Geggjuð uppákoma.
Chapron er hér að henda Carlos af velli eftir að hafa sparkað í hann. Geggjuð uppákoma. vísir/getty
Franski dómarinn Tony Chapron mun ekki dæma fótbolta næsta hálfa árið en hann hefur skrifað nafn sitt í sögubækurnar fyrir að komast í bann fyrir að sparka í leikmann.

Í leik Nantes og PSG í síðasta mánuði var óvart stigið á hæla dómarans með þeim afleiðingum að hann datt. Chapron brást hinn versti við og sparkaði í leikmanninn sem hafði rekist í hann, Diego Carlos. Hann lét ekki þar við sitja heldur gaf honum sitt annað gula spjald í leiknum og sendi hann í bað.

Chapron var strax sendur í leyfi eftir leikinn og aganefnd franska knattspyrnusambandsins hefur nú ákveðið að réttast sé að vera með hann í banni næsta hálfa árið.

Seinna spjaldið á Carlos hefur verið dregið til baka að ósk Chapron. Leikmaðurinn sleppur því við bann.

Chapron er 45 ára gamall og hefur dæmt í frönsku úrvalsdeildinni síðan 2004. Hann hefur dæmt yfir 400 leiki í deildinni. Þetta tímabil átti að vera hans síðasta í boltanum og þar sem hann fær ekki að dæma meira í vetur er ferli hans lokið á skrautlegan hátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×