Enski boltinn

Enn að læra framherjastöðuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði hefur verið duglegur að skora að undanförnu.
Jón Daði hefur verið duglegur að skora að undanförnu. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson hefur verið iðinn við kolann í markaskorun að undanförnu. Alls hefur hann skorað átta mörk á tímabilinu, fimm mörkum meira en hann gerði allt síðasta tímabil þegar hann lék með Wolves.

„Í byrjun tímabils var ég óheppinn með meiðsli, datt út úr liðinu og fékk mjög fáar mínútur. En núna er ég kominn í stand, spila reglulega og hlutirnar ganga vel. Mér líður eins og ég geti skorað í hverjum einasta leik,“ sagði Jón Daði.

Selfyssingurinn leggur hart að sér á æfingasvæðinu og segist langt því frá fullnuma í framherjafræðunum.

„Fólk gleymir því oft að ég varð ekki framherji fyrr en fyrir nokkrum áður. Þótt maður sé 25 ára er maður enn að læra á stöðuna. Maður reynir að vera duglegur á æfingasvæðinu, þótt það séu ekki nema fimm mínútur, bara til að sjá boltann í netinu. Þetta skilar sér smátt og smátt.“


Tengdar fréttir

Ég elska að vera hjá Reading

Þótt illa hafi gengið hjá Reading nýtur Jón Daði Böðvarsson lífsins hjá félaginu. Hann skoraði fimm mörk í janúar og er kominn með átta mörk á tímabilinu. Jón Daði segir Íslendinga í miklum metum hjá Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×