Arsenal tapaði stigum gegn Brighton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Darraðadans í leiknum í kvöld.
Darraðadans í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Brighton á útivelli er liðin mættust á American Express-leikvanginum í Brighton í dag.

Pierre-Emerick Aubameyang var atkvæðamikill strax í upphafi leiks en eftir einungis tvær mínútur varði Matt Ryan vel frá honum. Á sjöundu mínútu skoraði hann svo með góðu skoti eftir að boltinn féll til hans í teignum.

Brighton jafnaði metin á 35. mínútu. Arsenal átti hornspyrnu en Brighton sótti svo hratt. Stephan Lichtsteiner skallaði boltann beint fyrir fætur Jurgen Locadia sem skoraði eftir darraðadans.

Arsenal reyndi í síðari hálfleik en náðu lítið að skapa sér góð marktækifæri. Niðurstaðan varð svo að endingu jafntefli, 1-1. Mikilvæg stig í súginn hjá Arsenal.

Arsenal er í fjórða sætinu með 38 stig, sex stigum á eftir Manchester City. Arsenal getur misst fjórða sætið er Chelsea spilar við Watford síðar í kvöld. Brighton er í þrettánda sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira