Erlent

80 dánir vegna mikilla rigninga í Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst 80 eru dánir vegna gífurlegra rigninga í norðausturhluta Indlands á undanförnum dögum.
Minnst 80 eru dánir vegna gífurlegra rigninga í norðausturhluta Indlands á undanförnum dögum. Vísir/EPA
Minnst 80 eru dánir vegna gífurlegra rigninga í norðausturhluta Indlands á undanförnum dögum. Úrhellið olli miklum flóðum og hafa mörg íbúðarhús hrunið. Frá því í maí hafa minnst 545 dáið í landinu vegna rigninga og hefur rúm milljón manna orðið fyrir áhrifum vegna þeirra.



Um árlegan viðburð er í rauninni að ræða þar sem mikil flóð fara yfir landið á svokölluðu monsún-tímabili frá júní til september.

Nalanda Medical sjúkrahúsið í Bihar héraði varð fyrir flóði og syntu fiskar um gólfin þar á dögunum.

Fólkið sem hefur dáið bjó að mestu í Uttar Pradesh héraði og hefur fjöldi húsa hrunið þar um helgina. Embættismenn í nærliggjandi héruðum eru á varðbergi þar sem búið er að flytja minnst þrjú þúsund íbúa á brott vegna flóða í ánni Yamuna, sem meðal annars rennur í gegnum Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Þar er vatnshæð árinnar komin yfir hættuviðmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×