Fótbolti

Inter gerði góða ferð til Rómar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Inter fagna fyrra marki Icardi.
Leikmenn Inter fagna fyrra marki Icardi. vísir/getty
Inter gerði sér lítið fyrir og skellti Lazio, 3-0, á útivelli í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Fyrirfram var búist við hörkuleik en sú varð ekki raunin. Gestirnir frá Mílanó komust yfir á 28. mínútu með marki frá fyrirliðanum Mauro Icardi.

Krótatinn Marcelo Brozovic tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir hlé og Icardi skoraði þriðja markið á 70. mínútu. Öruggur 3-0 sigur gestanna.

Inter er því komið í annað sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir toppliði Juventus en Napoli er í þriðja sætinu einnig með 22 stig.

Lazio er í fjórða sætinu með átján stig, þremur stigum á undan fimm liðum sem hafa fimmtán stig. Þar á meðal eru grannarnir í Roma með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×