Enski boltinn

Tuchel aldrei nálægt því að taka við Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tuchel glottir við tönn.
Tuchel glottir við tönn. vísir/getty
Thomas Tuchel, stjóri PSG, segist aldrei hafa verið nálægt því að taka við af Arsene Wenger sem stjóri Arsenal.

Wenger hætti í sumar eftir 22 ára starf hjá Arsenal og sögðu margir og héldu að Tuchel yrði næsti maður í starfið.

„Til þess að vera hreinskilinn þá tók ég ákvörðun áður en Wenger greindi frá sinni ákvörðun," sagði Tuchel en PSG og Arsenal mætast í Singapúr á morgun.

„Ég var aldrei í sambandi við þá og ég tók ákvörðun að fara til Parísar áður en Wenger sagði af sér. Ég veit ekki hvort ég kom til greina hjá Arsenal eða ekki."

„Ég hugsaði ekki um það því það var aldrei haft samband við mig," sagði Tuchel að lokum.

Leikur Arsenal og PSG verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD. Flautað verður til leiks klukkan 11.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×