Enski boltinn

„Kane er besti leikmaður heims“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Son Heung-Min pússar markaskóna hjá Harry Kane fyrr í vetur
Son Heung-Min pússar markaskóna hjá Harry Kane fyrr í vetur vísir/getty
Harry Kane er besti leikmaður heims að mati liðsfélaga síns hjá Tottenham, Heung-min Son.

Kane hefur verið sjóðheitur í vetur og raðað inn mörkum. Hann meiddist hins vegar í sigri Tottenham á Bournemouth í byrjun marsmánaðar og hleypti það Mohamed Salah fjórum mörkum á undan Englendingnum í kapphlaupinu um gullskóinn.

Búist er við Kane aftur til æfinga í apríl og vonast Englendingar eftir honum í framlínunni á HM í Rússlandi.

„Að sjálfsögðu er Harry Kane mikilvægur fyrir England. Hann er besti leikmaður í heimi,“ sagði Son í viðtali við Sky Sports. Því hefur verið slegið fram að Kane gæti verið bestur sem hreinræktaður markaskorari og framherji, flestir eru á því að Kane standist ekki samanburð við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, en þar er Son greinilega ósammála.

„Svona er fótboltinn, stundum meiðist þú. Við sem lið þurfum að spila án Harry og það er mjög leiðinlegt en hinir leikmennirnir verða að vera tilbúnir,“ sagði Son.

Tottenham mætir Chelsea á páskadag þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir landsleikjahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×