Enski boltinn

Hvað ertu að gera við kalkúninn Patrice Evra?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrice Evra dansar við kalkúninn sinn.
Patrice Evra dansar við kalkúninn sinn. Skjámynd/Instagram/patrice.evra
Í dag er þakkargjörðarhátíð í Bandaríkjunum og þá er venjan að gæða sér á kalkún í faðmi fjölskyldunnar.

Franski bakvörðurinn Patrice Evra lætur ekki sitt eftir liggja í þeim málum ekki frekar en að hann hættir ekki að setja inn furðurlegt efni á Instagram reikning sinn.

Patrice Evra er orðinn 37 ára gamall og líklega búinn að spila sinn síðasta fótboltaleik. Hann var á sínum tíma í átta ár hjá Manchester United og í þrjú ár hjá Juventus.

Nýjasta myndband Patrice Evra á Instagram er tekið í eldhúsinu og væntanlega með kalkúninum sem verður í boði á heimili hans í dag.

Evra er þarna að gæla við hráan kalkún og „undirbúa“ hann fyrir ofninn með því að „rasskella“ hann, kyssa hann og strjúka.

Auðvitað eru margir sem hlæja bara af þessum einkdansi Patrice Evra og kalkúnsins en aðrir hafa örugglega smá áhyggjur af geðheilsu Frakkans.

Það verða hinsvegar allir að horfa á myndbandið hér fyrir neðan og fella sinn dóm.







Patrice Evra lék síðast með West Ham á síðasta tímabili en hefur ekki spilað með neinu liði á þessu tímabili.

Patrice Evra lék á sínum tíma 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni, 135 leiki í frönsku deildinni og 53 leiki í ítölsku deildinni. Hann lék líka á sínum tíma 81 landsleik fyrir Frakka.

Patrice Evra varð fimm sinnum enskur meistari með Mancheser United og þrisvar sinnum ítalskur meistari með Juventus. Hann vann líka bæði Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða með Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×