Enski boltinn

Pep: Enska úrvalsdeildin gerði mig að betri stjóra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep elskar lífið á Englandi.
Pep elskar lífið á Englandi. vísir/getty
Spánverjinn Pep Guardiola sér ekki eftir því að hafa tekið við Man. City. Bæði hefur gengið vel og svo segist hann hafa orðið miklu betri stjóri við það að koma til Englands.

Guardiola stýrði Barcelona og Bayern áður en hann kom til City. Hann vann spænsku deildina þrisvar með Barcelona og Meistaradeildina tvisvar. Hann svo þýsku deildina þrjú ár í röð með Bayern.

„Ég er betri stjóri nú en ég var hjá Barcelona og Bayern. Ég varð betri bara með því að vera hérna,“ sagði Pep.

„Ég hef orðið betri því ég hef lært að höndla þessa deild á svo margvíslegan hátt. Það eru allir í heiminum að fylgjast með okkur og það er frábært.“

Guardiola segir að enska úrvalsdeildin skeri sig úr á ákveðinn hátt.

„Hún er sú erfiðasta því það eru margir leikir, veðrið er misjafnt og margir erfiðir andstæðingar. Þetta er eina landið þar sem fimm til sex lið geta unnið deildina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×