Innlent

Ölvuðum manni var skilað niður á lögreglustöð

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast. Vísir/Vilhelm
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns sem var með læti við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um klukkan ellefu í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang var viðkomandi farinn en að sögn viðstaddra var hann mjög drukkinn.

Nokkrum tímum síðar komu ungmenni í portið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu og með þeim í bifreiðinni var sá sem tilkynnt var um fyrr um kvöld.

Lögregla segir ástand hans ekki hafa lagast og við leit fundust á honum ætluð fíkniefni. Hann var því vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður vegna málsins.

Á öðrum tímanum í nótt var karlmaður handtekinn í austurbæ Reykjavíkur vegna hótana. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag vegna málsins.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður mældur á 158 kílómetra hraða á klukkustund á Álftanesvegi þar sem hámarkshraði er 70. Var ökumaðurinn sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×