Innlent

Björgunarbáturinn fór í hafið í afleitu veðri

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipið var statt norður af Húnaflóa í afleitu veðri.
Skipið var statt norður af Húnaflóa í afleitu veðri. loftmyndir.is
Þegar fjölveiðiskipið Sighvatur GK fékk á sig brotsjó í afleitu veðri norður af Húnaflóa í nótt rifnaði björgunarbátur bakborðsmegin á skipinu laus, og féll í hafið.

Við það blés hann út og neyðarsendir hans hóf sendingar. Báturinn slitnaði svo frá skipinu og rak út í sortann.

Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Gæslunnnar miðuðu sendingarnar út og höfðu samband við skipið, en enginn þar um borð hafði orðið þessa var.

Vegna óveðurs var ekki reynt að finna bátinn, en haft var samband við fjarskiptastöð í Bodö í Noregi, sem filteraði sendingarnar út.

Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort einhverjar skemmdir urðu á skipinu vegna brotsins, sem reið yfir það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×