Innlent

Staðfesta aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina.
Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Mynd/Vesturverk.
Skipulagsstofnun hefur þann staðfest breytingu á Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 vegna undirbúningsframkvæmda hinnar fyrirhuguðu Hvalárvirkjunar sem samþykkt var í sveitarstjórn í janúar.

Þetta kemur fram á vef Skipulagsstofnunnar þar sem segir að sett hafi verið ákvæði um að halda vegaframkvæmdum í algjöru lágmarki og að vegagerð verði sleppt þar sem það er mögulegt. Einnig Sett eru ákvæði um að vinnuvegir skerði ekki vistgerðir eða jarðminjar sem njóta verndar eða vistgerðir með hátt eða mjög hátt verndargildi.

Lagning vinnuvega á svæðum þar sem ekki hafa verið skráðar eða mældar fornminjar verði undir eftirliti fornleifafræðings. Ef fallið verður frá virkjanaáformum skulu vegir og brú fjarlægð og ummerki fjarlægð eins og kostur er, svo dæmi séu tekin.

Breytingin miðar að því að unnt sé að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar, þ.e. könnun á lausum jarðlögum, bergi og undirstöðum fyrir stíflur, dýptarmælingar á vötnum og ýmsar umhverfisrannsóknir, svo sem fornleifaskráning. 

Deilur um virkjunina afar verið afar harðar og hefur virkjunin ýmist verið sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni, líkt og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á dögunum.


Tengdar fréttir

Spyr hvort ríkisstofnun sé pólitískt misnotuð

Skipulagsstofnun er sökuð um að fara út fyrir valdmörk sín í samskiptum við Árneshrepp og þingmaður ýjar að því að hún sé misnotuð með pólitískum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×