Innlent

Göngumaðurinn á Fimmvörðuhálsi kominn í leitirnar

Sylvía Hall skrifar
Frá Fimmvörðuhálsi.
Frá Fimmvörðuhálsi. Vísir
Göngumaðurinn sem örmagnaðist á Fimmvörðuhálsi í kvöld er kominn í leitirnar. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Að sögn Davíðs fannst maðurinn nú á ellefta tímanum, en hann hafði haldið kyrru fyrir við ákveðna stiku sem gerði björgunarsveitarfólki kleift að finna hann fljótt. Hann var kaldur og þreyttur og fékk því far með björgunarsveitarfólki niður af Fimmvörðuhálsi.

Þetta er þriðja útkall björgunarsveita á Suðurlandi í dag og ekki það fyrsta á Fimmvörðuhálsi, en í nótt voru björgunarsveitir einnig kallaðar út á Fimmvörðuháls þar sem ferðamenn voru kaldir og blautir í vanda.

Landsbjörg vill brýna fyrir fólki mikilvægi þess að kynna sér aðstæður og veðurspá fyrir ferðalög á hálendi landsins. Þó nokkuð sé enn af snjó á hálendinu sem geti torveldað ferðalög og eru göngustígar erfiðari fyrir vikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×