Fótbolti

Atletico bætti upp fyrir skellinn í Dortmund og fór á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Godin fagnar marki sínu í kvöld.
Godin fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Atletico Madrid kom til baka eftir skellinn gegn Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni og vann 2-0 sigur á Real Sociedad í spænsku deildinni í kvöld.

Madrídingar voru flengdir í Þýskalandi í vikunni er þeir töpuðu 4-0 fyrir Dortmund á útivelli í A-riðli Meistaradeildarinnar.

Þeir bættu fyrir það í kvöld en varnarmenn skoruðu bæði mörkin. Miðvörðurinn Diego Godin skoraði fyrra markið og vinstri bakvörðurinn Filipe Luis það síðara.

Atletico er því komið á toppinn í deildinni en Barcelona getur farið á toppinn með sigri á Real Madrid í El Clasico á morgun. Jafntefli dugar Börsungum einnig til að fara á toppinn.

Real Sociedad, fyrrum félag Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×