Fótbolti

Elías skoraði og Rúnar Alex með jafntefli við Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Már fagnar marki sínu í kvöld.
Elías Már fagnar marki sínu í kvöld.
Elías Már Ómarsson var á skotskónum fyrir Excelsior sem fékk 4-1 skell gegn De Graafschap í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þetta var annað mark Keflvíkingsins hollensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið síðan að hann gekk í raðir Excelsior frá Gautaborg en hann jafnaði metin í 1-1 á 38. mínútu.

Þrjú mörk De Graafschap í síðari hálfleik gerði út um leikinn. Elías Már spilaði fyrstu 82 mínútur leiksins en Excelsior er í níunda sæti deildarinnar með tólf stig.

vísir/getty
Í Frakklandi stóð Rúnar Alex Rúnarsson vaktina er Dijon gerði 2-2 jafntefli við Mónakó en við stjórnvölinn hjá Mónakó er goðsögnin Thierry Henry.

Eftir góða byrjun er Dijon komið niður í fimmtánda sæti deildarinnar. Þeir eru með ellefu stig en Mónakó hefur byrjað tímabilið hörmulega og er á botni deildarinnar með sjö stig.

Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahóp Lokeren sem gerði markalaust jafntefli við Oostende á heimavelli í belgísku deildinni. Lokeren er í næst neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×