Enski boltinn

De Gea: Samningsmálin skipta ekki máli

Dagur Lárusson skrifar
David De Gea.
David De Gea. vísir/getty
David De Gea, markvörður Manchester United, segir að öll hans einbeiting þessa daganna sé á því að vinna leiki með liðinu, en ekki á samningsmálum hans.

 

Samningur Spánverjans rennur út næsta sumar en Unitef hefur þó möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár en viðræður milli umboðsmanna leikmannsins og félagsins hafa verið í gangi í nokkra mánuði.

 

De Gea hafði enga löngu til þess að tala um samningsmál sín í viðtali á föstudaginn.

 

„Það sem skiptir máli núna er liðið sjálft og að einbeiting allra sé á því að gera allt sem þeir geta til þess að vinna leiki. Samningsmál og annað slíkt er eitthvað sem stelur einbeitingunni, það sem skiptir máli í fótbolta er einbeiting.“

 

„Við eigum mikilvægan leik gegn Everton og eftir þann leik eru einnig nokkrir stórleikir sem við þurfum að vinna. Það er það sem skiptir máli, ekki samningsmál.“

 

De Gea endaði viðtalið síðan á því að segjast vera ánægður hjá félaginu.

 

„Ég er búinn að vera hérna í átta tímabil. Ég er mjög ángægður hérna, ég hef alltaf fundið fyrir miklum stuðning og hlýju frá stuðningsmönnunum og öllum þeim sem starfa hjá þessu félagi.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×