Fótbolti

Rúrik spilaði allan leikinn í jafntefli

Dagur Lárusson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. vísir/getty
Rúrik Gíslason og félagar í Sandhausen gerðu 3-3 jafntefli við Paderborn í næst efstu deild Þýskalands í dag.

 

Fyrir leikinn var Sandhausen í fallsæti með átta stig á meðan Paderborn var í sjöunda sæti með 16 stig.

 

Það voru liðsmenn Sandhausen sem byrjuðu leikinn betur og komust þeir yfir á 14. mínútu með marki frá Fabian Schleausener.

 

Þrettán mínútum seinna kom Andrew Wooten Sandhausen í 2-0 forystu. Áður en flautað var til hálfleiksins náðu liðsmenn Paderborn þó að minnka muninn í 2-1

 

Liðsmen Paderborn mættu öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu að jafna metin þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og því stefndi allt í æsispennandi lokamínútur

 

Tíu mínútum eftir það mark kom þriðja mark Paderborn sem náðu því að snúa leiknum sér í vil.

 

Rúrik og félagar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og jöfnuðu metin áður en flautað var til leiksloka og voru lokatölur því 3-3.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×