Fótbolti

Umboðsmenn Real höfðu samband við Conte

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Conte skilaði bikarmeistaratitli í vor en var þrátt fyrir það látinn fara frá Chelsea
Conte skilaði bikarmeistaratitli í vor en var þrátt fyrir það látinn fara frá Chelsea vísir/getty
Fréttastofa Sky Sports segir umboðsmann Florentino Perez hafa rætt við Antonio Conte um stjórastarfið hjá Real Madrid.

Julen Lopetegui situr orðið í mjög heitu sæti í Madríd og er Conte sagður efstur á óskaista forsetans Perez.

Zinedine Zidane hætti nokkuð óvænt sem stjóri Real í vor eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Lopetegui var spænski landsliðsþjálfarinn en hætti tveimur dögum fyrir HM eftir að Real tilkynnti komu hans í stjórastólinn.

Evrópumeistararnir hafa ekki farið vel af stað undir stjórn Lopetegui og aðeins unnið sex af þrettán leikjum sínum.

Conte hætti sem stjóri Chelsea í sumar og hefur verið án starfs síðan þá. Samkvæmt frétt Sky hafði spænska liðið samband við hinn ítalska Conte í sumar en hann hafnaði þeim til þess að taka sér frí frá fótbolta.

Conte mun hins vegar núna vera tilbúinn í að snúa aftur ef Real vill fá hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×