Enski boltinn

Gylfi verðlaunaður fyrir mörkin fimmtíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að vera frábær fyrir Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að vera frábær fyrir Everton. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni. Hann var heiðraður fyrir áfangann stóra í dag.

Markið kom í leik Everton og Leicester fyrr í mánuðinum og var af glæsilegri kantinum jafnframt sem markið tryggði Everton sigur í leiknum.

Gylfi er næst markahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni af þeim sem eru í liði Everton í dag. Aðeins Theo Walcott hefur skorað fleiri, hann á 70 úrvalsdeildarmörk.

Gylfi verður í eldlínunni um næstu helgi þegar Everton á sunnudag. Gylfi hefur í gegnum tíðina verið iðinn við markaskorun gegn United og því gæti hann vel bætt við markatölu sína á Old Trafford.


Tengdar fréttir

Sjáðu ótrúlegt mark Gylfa gegn Leicester og endurkomu Man Utd

Gærdagurinn var fjörugur í enska boltanum í gær. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fimmtugasta mark í úrvalsdeildinni og var það af glæsilegri gerðinni. Jóhann Berg Guðmundsson átti enn eina stoðsendinguna og Manchester United lauk deginum á ótrúlegri endurkomu. Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum hér.

Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Everton sigur á Leicester City á laugardaginn með sínu fimmtugasta marki í ensku úrvalsdeildinni. Markið var í glæsilegri kantinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×