Lífið

Eddie Izzard mætir í Hörpu

Birgir Olgeirsson skrifar
Eddie Izzard.
Eddie Izzard. Vísir/Getty
Íslendingum gefst kostur á að sjá breska grínistann Eddie Izzard í Hörpu 31. mars næstkomandi. Izzard er heimsfrægur fyrir uppistand sitt en hélt fyrst uppistand á Íslandi árið 1995, svo aftur árið 2005 og nú síðast árið 2015.

Hann á sér marga aðdáendur á Íslandi en í þetta skiptið mun hann flytja uppistandið Wunderbar sem er sögð á persónulegri nótum en áður. Ætlar hann sér að tala um eigin súrrealísku sýn á heiminn, ástina, söguna og hans eigin kenningu um alheiminn.

„Það styttist í að ég þurfi að skreppa og sinna pólitískum skyldum mínum. Áður en ég geri það langar mig að gefa áhorfendum út um allan heim besta uppistand sem ég get gert, sérstaklega á tímum Brexit og Trump haturs. Nýja sýningin mín er um alla milli himins og jarðar, allt frá mannfólki síðustu 100,000 árin, til talandi hunda og ofurhetja. Ég hlakka til að koma og sjá alla aftur,“ er haft eftir Izzard í tilkynningu um viðburðinn.

Er aðeins um eina sýningu að ræða í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík en miðasala hefst á hádegi miðvikudaginn 31. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×