Enski boltinn

Alonso gerir fimm ára samning við Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marcos Alonso
Marcos Alonso Vísir/Getty
Spænski varnarmaðurinn Marcos Alonso verður hjá Chelsea næstu árin en hann hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu fimm ára. 

Þessi 27 ára gamli vinstri bakvörður gekk í raðir Lundúnarliðsins frá Fiorentina sumarið 2016 en áður hafði hann átt fremur erfitt uppdráttar í enska boltanum hjá Bolton og Sunderland.

Hann hefur hins vegar fest sig í sessi hjá Chelsea og skoraði til að mynda 7 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þá er hann búinn að vinna sér inn sæti í spænska landsliðshópnum þar sem hann lék sína fyrstu A-landsleiki á þessu ári.

„Ég er svo ánægður með að halda áfram að spila hér og að fá að halda áfram að spila fyrir eitt besta lið heims. Þetta hafa verið tvö góð ár og ég hlakka til næstu ára,“ segir Alonso.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×