Enski boltinn

Mourinho: Ekki Arsenal að kenna

Dagur Lárusson skrifar
Mourinho kemur Arsenal til varnar.
Mourinho kemur Arsenal til varnar. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það sé engum að kenna að Alexis Sanchez hafi misst af lyfjaprófi í byrjun síðustu viku.

Á þeim tíma sem Alexis átti að mæta í lyfjapróf þá var hann í Manchester að ljúka skiptum sínum frá Arsenal til Manchester United og gleymdist að koma þeim upplýsingum til enska knattspyrnusambandsins.

Stjórnarformenn Arsenal tóku á sig sökina og sögðu að þetta hafi verið á þeirra ábyrgð en Mourinho vill meina að þetta sé ekki þeim að kenna.

„Stjórnarformenn Arsenal voru mjög heiðarlegir hvernig þeir nálguðust þetta mál,“ sagði Mourinho.

„Við vitum allir að við verðum að segja frá staðsetningu leikmanna okkar á hverjum einasta degi en á þessum degi vissi enginn hvar hann átti eftir að enda vegna þess að hann var í miðjum samningaviðræðum.“

„Þetta voru því ekki mistök hjá einum né neinum, heldur einfaldlega bara leiðinleg tilviljun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×