Enski boltinn

Conte: Óttast ekki að vera rekinn

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte
Antonio Conte vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segist ekki hræðast það að verða rekinn en mikið hefur verið rætt um framtíð Conte hjá Chelsea upp á síðkastið.

Chelsea tapaði fyrir Arsenal í undanúrslitum deildarbikarsins í vikunni auk þess sem liðið á ekki mikinn möguleika á að vinna ensku úrvaldsdeildina en Conte segist ekki hræðast neitt.

„Ef þú lítur yfir sögu Chelsea síðustu fjórtán ára þá sérðu að það hafa tíu stjórar verið með liðið þannig þessi umræða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Conte.

„Ég hinsvegar er mjög rólegur og öruggur og líður vel í mínu starfi, ég óttast það ekki að verða rekinn.“

Chelsea fær Newcastle í heimsókn í enska bikarnum á morgun.


Tengdar fréttir

Conte: Mourinho er smámenni

Orðastríð knattspyrnustjóranna Antonio Conte og Jose Mourinho heldur áfram. Stjórarnir hafa skipst á að skjóta á hvorn annan í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×