De Bruyne og Sterling skutu City áfram í bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne og Leroy Sane.
Kevin De Bruyne og Leroy Sane. Vísir/Getty
Manchester City sigraði Championshipdeildar lið Cardiff í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Belginn Kevin de Bruyne kom Cardiff yfir strax á áttundu mínútu leiksins með marki beint úr aukaspyrnu.

Cardiff átti nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleiknum, meðal annars þegar boltinn virtist fara í markið eftir skot David Hoilett en marklínutækni sýndi að svo var ekki og er Callum Paterson var aðeins nokkrum sentimetrum frá því að koma skalla á frábæra fyrirgjöf inn í teiginn.

Það var hins vegar Raheem Sterling sem skoraði fyrir City á 37. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Bernardo Silva.

Silva hefði reyndar átt að vera búinn að koma City í 2-0 rúmum tíu mínútum áður þegar frábært mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Silva átti skot frá vítateigslínunni sem endaði í netinu. Leroy Sane var hins vegar dæmdur rangstæður inni í teig og markið dæmt af því hann átti að hafa haft áhrif á leikinn.

Það eru þó flestir sem sagt hafa skoðun sína á því máli sammála að þetta hafi aldrei átt að vera rangstaða og markið átti að standa. Hins vegar var engin myndbandsdómgæsla á þessum leik og ákvörðun dómarans fékk að standa.

Þrátt fyrir góð marktækifæri í byrjun leiksins átti Cardiff í raun aldrei neinn möguleika á móti sterku liði City, sérstaklega ekki eftir að hafa lent undir svo snemma leiks.

Aron Einar Gunnarsson var sem áður fjarverandi í hópi Cardiff því hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira